Beint í efni

Nýr orlofskostur fyrir félagsmenn BÍ

08.11.2022

Bændasamtökin hafa náð samkomulagi við forsvarsmenn Grjótagötu Apartments um orlofskost fyrir félagsmenn BÍ.

Um er að ræða fjórar íbúðir í Grjótagötu 4, sjá heimasíðu og möguleika hér

Í boði eru eftirfarandi:

  • 3ja manna íbúðir: 18.000 kr. nóttin (almennt verð 25.000-28.000 kr.)
  • 4ja manna íbúðir: 20.000 kr. nóttin (almennt verð 30.000-35.000 kr.)

Verðið er alltaf það sama óháð virkum degi eða helgi. Tilboðið stendur félagsmönnum BÍ til boða frá 1. nóv. til 30. apríl 2023. Félagsmenn BÍ geta bókað íbúð hér í gegnum orlofsvefinn