
Nýr leiðari: Stefnum á framúrskarandi matvælaframleiðslu
12.12.2020
Herdís Magna Gunnarsdóttir, nýkjörinn formaður LK, ritarar leiðarann í desember á naut.is og fer yfir nýkynnta Matvælastefnu fyrir Ísland. Þar kemur hún meðal annars inn á verðmæta sérstöðu íslenskrar framleiðslu: „Það er mín sýn að við búum yfir gríðarlega dýrmætum kostum í innlendri matvælaframleiðslu sem við þurfum að vernda, mörgum hverjum sem við tökum jafnvel sem gefnum. Auðveldur aðgangur að hreinu neysluvatni þykir nánast sjálfsagður, áburðarmengun mælist ekki í jarðveginum, heilbrigði bústofna er til fyrirmyndar, við eigum okkar eigin búfjárkyn sem eru einstök á heimsvísu og almennt nýtur íslenskur landbúnaður stuðnings neytenda. Búum fækkar og þau stækka en fjölskyldubúið er enn langsamlega algengasta búformið.“
Þá kemur hún einnig inná mikilvægan rétt neytenda til að vita um uppruna matvæla: „Í sífellt upplýstara samfélagi þurfum við að halda í við kröfur neytenda og markaðarins. Neytendur eiga rétt á því að fá að vita hvaðan maturinn kemur til að geta tekið upplýsta ákvörðun í vali sínu á matvælum. Þar ber helst að nefna upprunamerkingar sem skyldu á veitingastöðum og í mötuneytum landsins, en þegar þangað er komið getur reynst torvelt að fá upplýsingar um matinn.“
Þú getur lesið leiðarann í heild sinni hér á forsíðu naut.is eða með því að smella hér.