Beint í efni

Nýr leiðari: Ómur fortíðar

11.11.2014

Jóhann Nikulásson, kúabóndi í Stóru-Hildisey 2 og stjórnarmaður Landssambands kúabænda ritar leiðara nóvembermánaðar. Hann gerir kynbótastarf nautgriparæktarinnar að umtalsefni og þá miklu byltingu sem er að eiga sér stað í þeim efnum í nágrannalöndunum. Hvað íslenska kúabændur varði sé það þannig að „Maður upplifir sig svolítið eins og maður sé staddur í veislu þar sem bornir eru fram gómsætir og girnilegir réttir sem öðrum eru ætlaðir, okkur virðist einungis ætlað það hlutverk að horfa á veislugestina“. Pistil Jóhanns má lesa með því að smella á hlekkinn hér að neðan./BHB

 

 

Ómur fortíðar – Leiðari nóvembermánaðar 2014