Beint í efni

Nýr leiðari – metan og matvælaöryggi

15.06.2011

Leiðarann að þessu sinni ritar Jóhann Gísli Jóhannsson á Breiðavaði sem kjörinn var í stjórn LK sl. vor. Leiðarann nefnir hann Metan og matvælaöryggi, í honum segir m.a. „Í fyrirlestri sem Jón Guðmundsson hjá Landbúnaðarháskóla Íslands hélt á ráðstefnu á Hótel Héraði í mars kom fram að framleiðsla á metani geti vel orðið arðbær fyrir íslenska bændur.
Með því að byggja upp úrvinnslustöðvar á stöðum sem liggja vel við hráefnisöflun víða um land ætti þess ekki að vera langt að bíða að framleiðsla á metani verði almenn, en til að svo megi verða þarf að fá stjórnvöld til að leggja fjármagn í rannsóknir og uppbyggingu vinnslustöðva. Við bændur ættum að geta nýtt okkur metan sem eldsneyti, en einnig getum við nýtt hráefni frá búunum til vinnslunnar sem skilar til baka mjög góðum áburðarefnum. Þannig getum við bændur orðið þátttakendur í að skapa innlendan orkugjafa sem myndi skapa okkur mikið öryggi til framtíðar. Þar fyrir utan eru umhverfislegir kostir metans augljósir því með notkun á því minnkum við notkun á jarðefnaeldsneyti og drögum þar með úr losun á gróðurhúsalofttegundum“.
/BHB

Myndin er fengin af vef Metan hf. í Gufunesi.