Beint í efni

Nýr leiðari: Íslenski eftirlitsiðnaðurinn

11.02.2012

Jóhanna Hreinsdóttir bóndi í Káraneskoti og varamaður í stjórn LK ritar leiðarann að þessu sinni. Hún gerir eftirlit í landbúnaði að umtalsefni í pistli sínum og segir þar m.a. Á undanförnum misserum hefur ítrekað komið í ljós að þrátt fyrir allar þessar reglugerðir og eftirlit virðist samt að þegar koma upp mál þar sem reynir á, virðast allar þessar eftirlitsstofnarnir vera máttlausar og skorta úrræði og dug. Þá segir ennfremur:

Kadmíum og iðnaðarsaltsmálið hefur dregið mjög úr trúverðugleika Mast og vakið upp þær spurningar hvort kominn sé tími til að starfsemi Mast og verklagsreglur verði endurskoðuð. Getur verið að MAST sé fallin í þá gryfju að vera orðin að sjálfhverfri stofnun þar sem aðalatriðið er að setja á eins mikið af eftirlitsgjöldum og hægt er til að reka sig, en sé gjörsamlega ófær um að taka á þeim vandamálum sem henni ber að gera?

En það sem alvarlegast er í þessu öllu er að ákvarðanir Mast hafa skaðað það góða orðspor sem íslenskur landúnaður hefur haft. Orðspor sem bændur hafa lagt sig fram við að viðhalda og efla.

Leiðari: Íslenski eftirlitsiðnaðurinn