Beint í efni

Nýr leiðari: félagsmálin og framtíðin

09.12.2017

Axel Kárason, settur framkvæmdastjóri LK, ritarar leiðarann í desember á naut.is og gerir að sérstöku umtalsefni hið mikilvæga efni sem eru félagsmál bænda. Segir hann m.a. í leiðaranum að enn séu margir bændur sem hafi ekki skráð sig í LK og að um 40% búanna standi enn utan við samtökin. Þetta kunni þó að eiga sér þær skýringar að vegna breytinganna um síðustu áramót hafi sumir hreinlega ekki gert sér grein fyrir því að þeir séu ekki sjálfkrafa félagsmenn segir Axel og heldur áfram: „Það væri nær að kalla það hvimleitt, að þau 40% sem nú standa fyrir utan sín hagsmunasamtök, muni ekki eiga þess kost á að hafa sitt að segja um þá þróun sem framundan er. Í gegnum áratugina hafa bændur nefnilega borið þá gæfu að koma sínum málum á framfæri með samstöðu og í samvinnu, þar sem smáir og stórir aðilar hafa borið tillit hvor til annars og fundið sameiginlega hag til að berjast fyrir“. Þá fjallar hann einnig um kolefnisjöfnun vegna mjólkurframleiðslunnar og að þar horfi LK til ákveðinna lausna og leiða.

Þú getur lesið leiðarann í heild sinni hér á forsíðu naut.is eða með því að smella hér/SS