Beint í efni

Nýr leiðari – Af lánamálum á vori

01.06.2011

Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda skrifar leiðara á naut.is sem nefnist Af lánamálum á vori. Sigurður segir þar meðal annars:

 

Reyndar er umhugsunar efni hverju það sæti að einungis einn viðskiptabanki [Landsbankinn] skuli ganga svo ákveðið fram í leiðréttingu á stöðu viðskiptamanna sinna. Það að um er sé að ræða ríkisbanka getur ekki talist nein afsökun í þessu efni. Sem dæmi er forsaga tveggja helstu viðskiptabanka bænda Arion banka og Landsbankans næsta lík. Forverar þeirra, Búnaðarbankinn og Landsbankinn gamli, báðir ríkisbankar, voru einkavæddir á svipuðum tíma, báðir flugu hátt á útrásartímanum og brotlentu með svipuðum bravör með fárra klukkustunda millibili. Báðir voru endurreistir af íslenska ríkinu, endurfjármagnaðir og sendir út í lífið að nýju með halaklippt lánasafn gömlu þrotabúanna. Eini munurinn er sá að Arion banki var afhentur kröfuhöfum gamla þrotabúsins, en Landsbankinn er rekin á ábyrgð skattgreiðenda. Um ekkert af þessu höfðu viðskiptamenn og skuldarar bankanna neitt að segja, eða gátu með einhverju móti séð fyrir. Ráðstöfun hinna nýju banka var á ábyrgð íslenskra stjórnvalda og skal því ekki trúað, að óreyndu, að með  þeim aðgerðum hafi verið stefnt að ójöfnuði meðal lánþega.