Beint í efni

Nýr leiðari: Af dýralæknaþjónustu á þorra

25.01.2012

Jóhann Gísli Jóhannsson á Breiðavaði skrifar nýjan leiðara á naut.is. Hann gerir stöðu dýralæknaþjónustunnar í dreifðum byggðum að umtalsefni. Jóhann segir m.a.: Ástæða er til að hafa áhyggjur af bæði velferð dýra í dreifbýli og álagi sem þessi óvissa skapar bændum. Vaktsvæði eru í mörgum tilfellum svo stór og erfið yfirferðar að ekki er einum dýralækni mögulegt að sinna þeim eins og gert er ráð fyrir í reglugerðinni. Áfram segir Ljóst má vera að erfitt er að reka dýralæknisþjónustu á dreifbýlustu svæðunum á markaðslegum forsendum, en reyna verður að tryggja manneskjulegra umhverfi fyrir þá sem þarna vinna þannig að mögulegt sé fyrir dýralækna að koma til starfa á þessum dreyfbýlli svæðum. Tryggja þarf þjónustuna og skapa bændum á þessum svæðum öryggi í starfi, því fátt er eins slítandi og að vera með mikið veika skepnu og ná ekki í dýralækni eða vita að það tekur langan tíma fyrir hann að komast á svæðið. Þá gerir Jóhann tillögu um að bændum sem geri um það samning við sinn þjónustudýralækni, verði gert kleyft að eiga neyðarbirgðir lyfja, sem bændur geti notað í samráði við dýralækni í bráðatilfellum eða aðrar þær aðstæður uppi sem hamla því að dýralæknir komist á staðinn.