Nýr leiðari – Á landbúnaðurinn framtíð fyrir sér?
04.08.2011
Guðrún Lárusdóttir, bóndi í Keldudal í Skagafirði, formaður Félags kúabænda í Skagafirði og varamaður í stjórn LK skrifar leiðara naut.is að þessu sinni. Í honum segir m.a.: Það væri til að æra óstöðugan að rifja upp allar þær rangfærslur sem komið hafa fram um landbúnaðinn þetta árið. Ég verð þó að nefna þau tvö atriði sem hæst ber nú um stundir, að kjöt sé urðað í stórum stíl til að halda uppi verði og að útflutningsbætur séu greiddar með útfluttum matvælum. Útflutningsbæturnar voru afnumdar árið 1992 og að minnsta kosti tveir áratugir eru síðan hlass af hrútakjöti var urðað. Það sem undarlegast er að þeir sem fremstir ganga í þessum ósannindavaðli frá laun sín greidd frá ríkinu.
Í niðurlagi segir enn fremur: En á landbúnaður framtíð fyrir sér á Íslandi? Mitt svar er tvímælalaust já. Þrátt fyrir „heilagt stríð“ ESB sinna á móti íslenskum landbúnaði held ég að meirihluti landsmanna vilji blómlegar sveitir, íslenskar kýr í haga, græn tún og bleika akra.