Beint í efni

Nýr inngangur á skrifstofur BÍ í Bændahöll

03.06.2013

Á síðasta ári var ráðist í breytingar á skrifstofuaðstöðu Bændasamtaka Íslands í Bændahöllinni. Í kjölfarið á þeim var móttaka viðskiptavina og gesta færð í miðju 3. hæðarinnar í eldri álmu Hótel Sögu.

Framvegis verður gengið inn um aðalinngang hótelsins og eru þeir sem eiga erindi til BÍ vinsamlegast beðnir að koma þá leiðina í framtíðinni.

Áfram verður þó opið í norðurenda fyrir þá sem þurfa að heimsækja Lífeyrissjóð bænda eða búgreinafélög sem þar eru með aðsetur.







Auður Oddgeirsdóttir, Jóhanna Lúðvíksdóttir og Sigríður Þorkelsdóttir starfsmenn BÍ í nýju móttökunni.