
Nýr framkvæmdastjóri Auðhumlu hefur verið ráðinn
16.11.2022
Jóhannes Hreiðar Símonarson hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Auðhumlu svf. og hefur störf fljótlega á nýju ári. Hann tekur við starfinu af Garðari Eiríkssyni.
Jóhannes starfaði lengi sem ráðunautur hjá BSSL og færði sig síðan yfir til Arion banka og var meðal annars útibússtjóri hjá Arion banka á Hellu.
Frá 2020 hefur Jóhannes verið framkvæmdastjóri Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs.