Beint í efni

Nýr formaður Félags kúabænda á Suðurlandi

26.01.2009

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi var haldinn að Árhúsum á Hellu í dag. Á fundinum var Þórir Jónsson bóndi á Selalæk í Rangárvallasýslu kosinn nýr formaður félagsins. Er honum óskað velfarnaðar í starfi. Jafnframt kynnti fráfarandi formaður, Sigurður Loftsson í Steinsholti, að hann hyggðist gefa kost á sér til formennsku í Landssambandi kúabænda. Nýr formaður LK verður kosinn á næsta aðalfundi, 27. og 28. mars n.k.