Beint í efni

Nýr formaður danskra kúabænda er hálf íslenskur!

24.03.2011

Landssamband danskra kúabænda (Landsforeningen af Danske Mælkeproducenter – LDM) hefur nú kjörið nýjan formann samtakanna og fyrir valinu varð hinn hálf íslenski Kjartan Poulsen, en móðir Kjartans er íslensk! Kjartan er með lífræna mjólkurframleiðslu í samvinnufélagi með Preben Lauridsen en á búinu eru 400 kýr og 850 hektarar. Kjartan hefur verið í stjórn LDM frá árinu 2006 og þar til nú séð um erlend samskipti samtakanna. Hann segir í fréttatilkynningu LDM að aðaláhersla samtakanna á næstunni sé að standa vörð um danska mjólkurframleiðslu og framleiðsluumhverfi hennar enda séu ýmis teikn á lofti er varða framtíð hennar. Þá heitir hann því að samtökin muni berjast fyrir umbjóðendur sína, sér í lagi gagnvart rekstrarvörubirgjum og félögum sem afsetja vörur kúabænda, sem og ýmsum stofnunum sem tengjast danskri nautgriparækt.

 

Fyrir áhugasama um þessi systursamtök LK má benda á heimasíðu þeirra: www.maelkeproducenter.dk. /SS