
Nýr flórgoði frá Lely
26.10.2016
Hollenska fyrirtækið Lely hefur nú kynnt nýja gerð af flórgoða en þessi er frábrugðinn öðrum slíkum á markaðinum þar sem hann safnar saman mykjunni og losar á þar til gerðan stað. Fyrir vikið er hægt að nota þennan flórgoða, sem nefnist Lely Discovery 120, í fjósum með heil gólf en hingað til hafa flórgoðar fyrst og fremst hentað í fjósum með steinbitum.
Þessi nýji flórgoði fer í sölu á meginlandi Evrópu í byrjun næsta árs og kemur væntanlega hingað til lands síðar á komandi ári. VB Landbúnaður, umboðsaðili Lely á Íslandi, hefur sent frá sér fréttatilkynningu um Lely Discovery 120 þar sem farið er all nákvæmlega yfir þetta nýja tæki. Fréttatilkynninguna í heild sinni er hægt að lesa með því að smella hér/SS.