
Nýr auglýsingastjóri Bændablaðsins
19.10.2021
Breytingar hafa orðið á ritstjórn Bændablaðsins en Þórdís Una Gunnarsdóttir er nýr auglýsingastjóri.
Þórdís Una kemur klyfjuð reynslu inn í starfsmannahóp blaðsins en hún hefur unnið í 26 ár innan auglýsinga- og markaðsgeirans, síðast sem auglýsingastjóri hjá Birtingi útgáfufélagi.
Þórdís Una hefur aðsetur í Bændahöllinni á skrifstofum Bændasamtakanna. Netfangið hennar er thordis@bondi.is.
Guðrún Hulda Pálsdóttir, fráfarandi auglýsingastjóri, mun færa sig um set inni á ritstjórn blaðsins og einbeita sér að efnisöflun, greinaskrifum og hlaðvarpsgerð.
