Beint í efni

Nýjustu rannsóknir: Mjólkurvörur vernda gegn offitu!

12.09.2012

Sífellt bætast við rannsóknir sem sýna að neysla mjólkurvara getur verið mikilvæg í baráttunni við ofþyngd og offitu. Í nýjasta hefti vísindaritsins Food & Nutrition Research er að finna yfirlitsgrein um þetta efni eftir norræna vísindamenn, m.a. dr. Ingibjörgu Gunnarsdóttur, prófessor við Háskóla Íslands, en grein þessi er hluti af undirbúningsvinnu fyrir nýjar samnorrænar ráðleggingar um mataræði.  

 

Í greininni kemur m.a. fram að mjólkurvörur eru á meðal þeirra afurða sem virðast hafa verndandi áhrif gegn offitu, ásamt trefjaríkum mat, svo sem heilkornaafurðum. Í greininni er farið yfir fjölda vísindagreina, reyndar voru margar útilokaðar, þar sem aðeins voru teknar inn rannsóknir þar sem þátttakendum var fylgt í langan tíma. Af mjólkurafurðum virðast hin verndandi áhrif vera sterkari hjá fullfeitum afurðum en léttari vörum. Í greininni er sérstaklega tekið fram að með fullfeitum afurðum sé ekki sé átt við smjör, sem var í sérstökum flokki og virtist hafa lítil áhrif, en væntanlega geta bæði fullfeit mjólk og jafnvel rjómi tekið heiðurinn til sín./BHB

 

 

Greinina má sjá í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

 

Mikael Fogelholm, Sigmund Anderssen, Ingibjörg Gunnarsdottir, Marjaana Lahti-Koski. Dietary macronutrients and food consumption as determinants of long-term weight change in adult populations: a systematic literature review. Food & Nutrition Research 2012. 56: 19103