Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Nýjasta æðið: að gera sitt eigið smjör!

12.08.2017

Það má eiginlega halda því fram að æði sé runnið á fjölmarga neytendur erlendis en á afar stuttum tíma hefur það færst í tísku að búa til sitt eigið smjör! Þetta eru auðvitað stórgóð tíðindi fyrir kúabændur þar sem rjóminn selst betur en áður enda undirstaða smjörgerðarinnar. Samhliða smjörgerðinni hafa augu margra netyenda einnig opnast fyrir áfunum og hvernig megi nýta þær bæði til drykkjar og matargerðar.

Að búa til smjör er í raun afar einfalt mál eins og flestir lesendur naut.is þekkja enda snýst smjörgerð um að strokka rjóma þar til smjörfitan skilur sig að mestu frá áfunum, sem eru svo síaðar frá. Flestir bæta salti í smjörið samhliða hnoðun þess en til þess að gera smjörið að „sínu“ bæta margir einhverju kryddi út í smjörið sitt, allt eftir því í hvað eigi að nota það/SS.