Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Nýjar dýravelferðarreglur í Nýja-Sjálandi

25.05.2016

Ráðuneyti frumframleiðsluiðnaðar í Nýja-Sjálandi hefur nú lagt fram drög að nýjum reglum um dýravelferð. Hinar nýju reglur eru tímabærar en það hefur lengi loðað við þarlenda búfjárframleiðslu að verulega mætti bæta velferðina. Drög þessi eru nú til umsagnar en verði þau samþykkt verður m.a. óheimilt í framtíðinni að brennimerkja gripi og bannað að hornskella án deyfingar.

 

Þá verður að vera með skýli fyrir svokallaða „bobby“ kálfa en það eru ungkálfar sem eru á leið í slátrun. Eins og svo oft er með regulgerðir þá eru þær afar mismunandi á milli landa og það sem telst óþarfi að nefna í sumum löndum er nauðsynlegt í öðrum löndum. Er þannig einnig með þessi drög eins og t.d. sú staðreynd að talin er sérstök þörf á því að hafa í drögunum bann við sérstökum barkaaðgerðum á hundum í þeim tilgangi að gera gelt þeirra hljóðlátara/SS.