Beint í efni

Nýja útlitið á mjólkurfernurnar í verslanir

04.02.2005

Nú eru komnar í umferð mjólkurfernur með nýju útliti sem Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins lét hanna. Nýju umbúðirnar munu sjást á nýmjólk, léttmjólk og undanrennu og er stuðst við hefðbundna liti á nýmjólk og léttmjólk, en undanrennan er nú aftur komin í bleikar fernur eins og landsmenn þekkja frá gamalli tíð. Umbúðirnar eru jafnframt vel merktar með MUU, merki íslenskrar mjólkur. Hinar nýju fernur munu á næstu dögum fara að sjást í verslunum um land allt.