Beint í efni

Nýja mjólkurherferðin komin með heimasíðu!

24.09.2003

Eins og flestir hafa áttað sig á, þá hefur Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins hrundið af stað nýrri markaðsherferð fyrir neyslumjólk. Þannig hefur MUU verið kynnt landsmönnum, en MUU er samnefnari fyrir neyslumjólk í allri sinni fjölbreyttni og á að minna þyrsta landsmenn á svalasta hollustudrykk allra tíma – MUU !!! Á síðunni er m.a. hægt að spila leik, senda póstkort til vina, finna MUU bakgrunn fyrir tölvuna ofl.

 

Smelltu nú á www.muu.is og skoðaðu nýju síðuna.