
Nýja kennslubókin í nautgriparækt er komin á vefinn!
28.06.2021
Kennslubók í nautgriparækt kom síðast út hér á landi árið 1984 í útgáfu Bændaskólans á Hvanneyri. Frá þeim tíma hefur ótal margt breyst í nautgriparækt en þó hefur ekki komið út nýtt kennsluefni með beinum hætti innan greinarinnar. Þó er til mikið af góðu efni sem hefur komið síðar, bæði sérhæfðar bækur og fjölmargar greinar sem hafa verið birtar í útgáfum t.d. frá Ráðunautafundum og Fræðaþingi landbúnaðarins. Snorri Sigurðsson er ritstjóri bókarinnar en að faglegum skrifum koma alls 21 aðili sem einnig eru með staðgóða þekkingu á búgreininni. Þessi nýja bók inniheldur 20 kafla um sértæk svið búgreinarinnar og spannar bókin allt fagsvið nautgriparæktarinnar.
Landssamband kúabænda fagna þessu mikla framtaki og verður bókin aðgengileg hér á naut.is undir Upplýsingar og Ýmsar skýrslur.
Bókina má lesa með því að smella hér.