Beint í efni

Nýja fjósið á Hvanneyri brátt tilbúið til notkunar

27.04.2004

Í morgun hófust framkvæmdir við uppsetningar á steinbitum í nýja fjósinu á Hvanneyri. Þegar hefur verið sett niður sköfukerfi í flórana frá Landstólpa ehf., en steinbitarnir koma frá Mjólkurfélagi Reykjavíkur (MR). Þá hafa einnig verið sett upp tvö kjarnfóðursíló frá MR og mun vinna við uppsetningu á milligerðum hefjast síðar í vikunni. Ráðgert er að vígja fjósið á skólaslitum Landbúnaðarháskólans nú í lok skólaársins.