Beint í efni

Nýir stjórnarmenn hjá BSSL

21.04.2008

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands var haldinn í Aratungur fyrir helgi. Tveir nýir stjórnarmenn voru kjörnir, þau Guðbjörg Jónsdóttir á Læk og Gunnar K. Eiríksson í Túnsbergi. Þorfinnur Þórarinsson formaður BSSL gaf ekki kost á sér áfram en kosið verður um nýjan formann stjórnar á næsta stjórnarfundi. Guðmundur Stefánsson í Hraungerði gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu en hann var ritari í gömlu stjórninni.  

Ný stjórn Búnaðarsambands Suðurlands er þannig skipuð:
Guðni Einarsson, Þórisholti, Mýrdal
Ragnar Lárusson, Stóradal, V.-Eyjafjöllum
Egill Sigurðsson, Berustöðum, Ásahreppi
Guðbjörg Jónsdóttir, Læk, Flóahreppi
Gunnar Kr. Eiríksson, Túnsbergi, Hrunamannahreppi

Ályktanir og niðurstöður mála eru birtar á vef Búnaðarsambands Suðurlands en þær er hægt að nálgast með því að smella hér.