
Nýir starfsmenn hjá Bændasamtökunum
06.01.2022
Þrír nýir starfsmenn hafa verið ráðnir til Bændasamtakanna, Guðrún Björg Egilsdóttir, sérfræðingur á sviði búgreinadeildar og Ásgeir Helgi Jóhannsson, lögfræðingur en þau hafa hafið störf ásamt Val Klemenssyni, sérfræðingi í umhverfismálum, sem hefur störf í febrúar.
Guðrún Björg Egilsdóttir mun sinna nautgriparæktinni á sviði búgreinadeildar. Guðrún Björg lauk nýverið meistaranámi í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands en áður bakkalárgráðu í líffræði við Háskóla Íslands. Hún er fædd og uppalin á Daufá í Skagafirði en þar er stundaður kúabúskapur, þekkir hún því búgreinina vel.
Valur Klemensson kemur inn sem nýr sérfræðingur í umhverfismálum. Hann er með B.Sc. gráðu frá Landbúnaðarháskóla Íslands í Umhverfisskipulagi og mastersgráðu frá Tækniháskólanum í München í Sjálfbærri auðlindanýtingu.
Ásgeir Helgi Jóhannsson er lögfræðingur með embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands og réttindi sem héraðsdómslögmaður. Undanfarin ár hefur hann starfað sem lögmaður og eigandi Afls lögmanna ehf. og Fosuc lögmanna - GJP partners ehf.