Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Nýir sæðishrútar 2012

03.09.2012

Í vor voru valdir 14 nýir hrútar til notkunar á sauðfjársæðingarstöðvunum. Þessir hrútar eru nú allir komnir í einangrunargriðingar stöðvanna og í lok september bætast nokkrir við eftir afkvæmarannsóknir þær sem skipulagðar voru síðasta vetur. Afkvæmarannsóknir eru að þessu sinni á Hesti, Hjarðarfelli, Heydalsá, Hagalandi, Svalbarði og í Ytri-Skógum.

Smá lýsingar á nýjum hrútunum hafa verið teknar saman munu þær birtist á síðu sauðfjárræktarinnar næstu daga fyrir hvern og einn ásamt mynd.
Nýir hrútar eru þessir: (Fyrra númer í sviga en víða eru til upplýsingar um þá undir því auðkenni).

Hyrndir hrútar:
Skugga Sveinn 07-876 frá Ásgarði (07-482)
Ás 09-877 frá Skriðu (09-057)
Bassi 09-878 frá Geirmundarstöðum (09-476)
Gaur 09-879 frá Bergsstöðum (09-204)
Gumi 09-880 frá Borgarfelli (09-456)
Rafall 09-881 frá Úthlíð (09-534)
Partur 09-882 frá Kirkjubóli (09-135)
Stakkur 10-883 frá Kirkjubóli (10-126)
Grámann 10-884 frá Bergsstöðum (10-212)
Soffi 10-885 frá Garði (10-666)

Forystuhrútur:
Flórgoði 11-886 frá Hafrafellstungu (11-690)

Kollóttir hrútar:
Höttur 09-887 frá Húsavík (09-360)
Glæsir 09-888 frá Sauðadalsá (09-164)
Baugur 10-889 frá Efstu-Grund (10-241)

Af þeim hrútum sem voru á stöð síðasta vetur eru eftirfarandi fallnir:
At 06-806 frá Hafrafellstungu (Felldur eftir fengitíð  – fullnotaður)
Hukki 06-841 frá Kjarlaksvöllum (Fórst af slysförum)
Sokki 07-835 frá Brúnastöðum (Drapst afvelta)
Hrói 07-836 frá Geirmundarstöðum (Felldur eftir fengitíð – fullnotaður)
Gandur 07-845 frá Garðsá (Drapst eftir fengitíð)
Lagður 07-847 frá Hrísum (Felldur eftir fengitíð – fullnotaður)
Gosi 09-850 frá Ytri-Skógum (Drapst úr barkabólgu)
*Skrauti 07-826 frá Hjarðarfelli (Felldur eftir fengitíð – fullnotaður)
*Valur 06-853 frá Melum 2 (Drapst fyrir fengitíð, var í hrútaskrá - ígerðarsýking)
Karl Philip 05-827 frá Sandfellshaga (Felldur eftir fengitíð – fullnotaður)

Í október þegar endanlega liggur fyrir hvaða fleiri hrútar koma á stöð verður svo tekin ákvörðun um hvaða fleiri hrúta þarf að fella og hvernig hrútaúrval sæðingastöðvanna verður næsta vetur.