Beint í efni

Nýir kálfar komnir í heiminn á Stóra Ármóti

24.06.2020

Nú fæðast kálfar undan Emil av Lillebakken sem er eitt af bestu Angus nautunum sem eru í boði í Noregi. Þegar hafa fæðst  3 kvígur og eitt naut.  Kálfarnir frá því í fyrra eru að verða ársgamlir og hafa þrifist vel.  Meðalþungi frá fæðingu 1362 gr. Nautin þyngjast eðlilega meira og Haukur 0013 með 1835 gr frá fæðingu.  Hann var 684 kg þegar hann var 346 daga gamall sem gæti þýtt a.m.k 350 kg fall. Kálfarnir undan Hovin Hauk sýna áberandi mikinn vaxtarhraða en kálfarnir undan Horgen Erie eru með mikla vöðvafyllingu.

Kvígurnar sem fæddar eru 2018 hafa verið sæddar með Jens av Grani og svo virðist sem 6 kvígur af 7 hafi haldið við fyrstu sæðingu og munu þær bera um miðjan febrúar.

Sæðistaka úr nautunum 4 hefst á morgun en útboð á þeim verður fljótlega.