Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Nýir búvörusamningar taka gildi um áramót

29.12.2016

Um áramót ganga nýir búvörusamningar í gildi. Búnaðarstofa Matvælastofnunar hefur verið falin framkvæmd á stuðningsgreiðslum til bænda en starfsfólk hennar hefur unnið að innleiðingu nýju samninganna síðustu mánuði til að tryggja hnökralausa framkvæmd. Þann 2. janúar 2017 koma til fyrstu stuðningsgreiðslurnar, beingreiðslur í mjólk og gripagreiðslur til kúabænda, í samræmi við nýju samningana.

Nýjar reglugerðir birtast á næstunni

Stjórnartíðindi hafa birt eftirfarandi reglugerðir nr. 1151/2016 um stuðning við sauðfjárrækt og reglugerð nr. 1150/2016 um stuðning við nautgriparækt. Á næstunni birtast reglugerðir um stuðning við garðyrkju, stuðning við almennan stuðning við landbúnað og breytingarreglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu. Í reglugerðinni um almennan stuðning við landbúnað koma m.a. fram ákvæði um nýliðunarstuðning, jarðræktarstyrki, landgreiðslur og stuðning við aðlögun að lífrænum landbúnaði.

Skilyrði fyrir greiðslum

Búnaðarstofa Mast hefur í tilkynningum vakið athygli á ýmsum nýjum skilyrðum sem bændur verða að uppfylla til þess að fá greiðslur. Skilyrði fyrir greiðslum eru m.a. skil á haustskýrslu (forðagæslu) og þátttaka í afurðaskýrsluhaldi, þ.m.t. kúabænda í kjötframleiðslu. Í HUPPU, skýrsluhaldskerfi BÍ í nautgriparækt, hafa verið útbúin sérstök mánaðarleg skýrsluskil fyrir kjötframleiðendur sem eru ekki í mjólkurframleiðslu og ekki þiggjendur beingreiðslna í mjólk. Þeir bændur sem eru ekki þátttakendur í afurðaskýrsluhaldi (í mjólk og kjötframleiðslu) þurftu að ganga frá sérstöku eyðublaði á þjónustugátt Matvælastofnunar (www.mast.is) eigi síðar en 28. desember. Matvælastofnun tekur gildar tilkynningar sem hafa borist til RML innan þessara tímamarka og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) áframsendir til stofnunarinnar.

Búnaðarstofa vekur athygli á því að bændur sem hafa verið þátttakendur í afurðaskýrsluhaldi í mjólk með fullnægjandi skilum ættu ekki að finna fyrir auknum kröfum með nýjum búvörusamningum.

Ítarefni

Reglugerð nr. 1151/2016 um stuðning við sauðfjárrækt.

Reglugerð nr. 1150/2016 um stuðning við nautgriparækt