
Nýbærur nota burstann oftar
09.07.2018
Rannsókn, sem framkvæmd var í Ísrael og greint var frá í atferlistímaritinu Applied Animal Behaviour Science, sýndi að nýbærur notuðu kúaburstann mun lengur en kýr sem voru komnar vel inn á mjaltaskeiðið. Rannsóknin var gerð á 136 kúm og var fylgst með atferli þeirra allt mjaltaskeiðið. Í ljós kom að fyrstu vikurnar eftir burðinn notuðu kýrnar kúaburstann að jafnaði í sex mínútur á dag, en einstaklingsmunurinn var töluverður og einstaka kýr notuðu burstann í allt að 20 mínútur á degi hverjum.
Þegar leið á mjaltaskeiðið minnkaði notkun kúnna á kúaburstanum verulega og fjórum vikum eftir burðinn var notkun kúnna að jafnaði komin niður í tvær mínútur á dag. Rannsóknin mat ekki beint aðgengi kúnna að kúaburstum, þ.e. hvað t.d. 50 kýr þurfi að hafa aðgengi að mörgum kúaburstum til að svala þörf sinni. Í Danmörku er krafan að hver hópur kúa hafi að lágmarki aðgengi að tveimur burstum og að á fjöldi kúabursta að vera í hlutfallinu einn á móti 50 kúm/SS.