
Ný verðskrá hjá SS tekur gildi í dag
02.11.2020
Ný verðskrá tekur gildi hjá SS í dag, 2. nóvember 2020. Í þessari verðskrá er hluti af verðlækkunum undanfarið tekin til baka, en í öðrum lækkað. Helstu breytingar skv. frétt á vef Sláturfélags Suðurlands er að samræma verðhlutföll milli gæðaflokka og hækka betri flokka m.v. holdminnsta flokkinn P. Þá er jafnframt dregið úr frádrætti útfrá fituflokkun.
Ef miðað er við verðskrá SS frá því í september sl. að þá lækkar verðið í einhverjum tilfellum en í mun fleiri hækkar það eitthvað.
- UN flokkurinn hækkar frá heilt yfir og nemur hækkunin frá 0,76% í 7,47%. Það er athyglisvert að sjá að O flokkurinn hækkar mest og jaðarinn minna. Hér gæti væntanlega þeirra samræmaáhrifa sem greint var frá í áðurnefndri frétt SS.
- Í KU flokki er P- lækkaður um -2,9% en aðrir flokkar standa í stað eða hækka. Mest er hækkað í O flokki um 3,5%.
- K flokkur er lækkaður töluvert fyrir P- til O, mest um tæplega -9,5% en O+ hækkar þó örlítið eða um í kringum 1%. R flokkar standa í stað fyrir K og U flokkur hækkar aðeins.
- N flokkur hækkar nánast allt nema P- undir 200 kg sem stendur í stað. Er hækkunin mest tæp 7%, í O flokki fyrir gripi yfir 260kg.
- Alikálfar flokkarnir lækka allir frá P- (-9,13%) í O (-1,12%). O+ flokkurinn hækkar um 1,11% og aðrir standa í stað.
SS hefur á þessu ári breytt verðskrám sínum 3 sinnum. Ef að verðskrá núna er er borin saman við það hvernig hún leit út í desember 2019, eða sl. 12 mánaða tímabil að verðbreytingunum nú meðtöldum er samantekin þróun þessi:
- UN lækkar um 0,8- 8% í lökustu flokkunum en O+ og efri hækka um c.a. 0,5%, nema U sem hækkar um rúmlega 1,6% í öllum þyngdarflokkum.
- KU lækkar í öllum flokkum nema O+ sem hækkar um 0,3%. Mest er lækkunin í P- um -10% og -6% í P en annars er lækkunin -3% – -1%.
- K hefur lækkað mest, en þar er lækkun í öllum flokkum. Mest er -20% í P- flokki, og -16% í P flokki en annars er hún frá -14% í -9%.
Frádráttur vegna fituflokkunar hefur einnig tekið breytingum en einungis í 3+ flokki og ofar. Enn er sami frádráttur fyrir gripi í fituflokki 2 og neðar. Í 3+ lækkar frádrátturinn úr -30 í -20 kr. Eða um sem nemur 33%. Í 4- og afar er minnkunin 20 kr á hvern flokk sem að verður hlutfallslega minni frádráttur eftir því sem fitu flokkurinn hækkar.
Þannig má segja að hér séu einhverjar hækkanir á verðskrá SS í öllum flokkum nema K flokki þar sem að verðskráin heldur aðallega áfram að lækka. UN kjöt á hinn bóginn færist upp á við.
Einhver munur er þó á uppbyggingu verðskráa hjá sláturleyfishöfum og ljóst að verið er að kalla eftir mismunandi gripum á mismunandi stöðum. Vert er að leggja áherslu á mikilvægi þess að bændur læri að leggja mat á gripina sína og beri svo saman verðskrár hér á síðu LK. Þannig eiga bændur að geta séð hvar best er að leggja gripina sína inn. Búið er að uppfæra verðskrár sláturleyfishafa hér á síðunni í samræmi við þessar breytingar og má nálgast þær með því að smella hér. /HS