Beint í efni

Ný verðskrá frá KS og SKVH

12.03.2009

verðskrá fyrir nautgripi tók gildi 1. mars sl. hjá KS á Sauðárkróki og SKVH á Hvammstanga. Í henni (bæði fyrirtækin nota sömu verðskrána) eru talsverðar verðlækkanir á því sem kalla má lakari flokka, UN 1C og K 1C lækka um 20 kr/kg og K 2 og K 3 lækka um 50 kr/kg. Greiða þessir sláturleyfishafar nú lang lægsta verðið fyrir framangreinda flokka. Þá er bætt við undirflokkum, <180 kg og <150 kg í UN 1 A, UN 1 B, UN 1 M+ og UN 1 M. Verð þessara undirflokka er mun lægra en í aðalflokkunum.

Þessar breytingar vekja nokkra furðu. Mikill vafi leikur t.d. á því hvort gripir sem ekki ná 150 kg fallþunga eigi yfirleitt að fara í UN 1, svo rýrir skrokkar ættu frekar að fara í UN 2 eða AK, eins og fram kemur í reglugerð um gæðamat, flokkun og merkingu sláturafurða.