
Ný útgáfa af Sauðfjárbókinni komin út
11.12.2009
Ný útgáfa af Sauðfjárbókinni er komin út og fæst hún hjá Bændasamtökunum. Sauðfjárbókin hefur verið gefin út frá árinu 1951 en þrátt fyrir að nú séu bændur í æ ríkari mæli að taka tölvutæknina í sína þjónustu gegnir bókin enn mikilvægu hlutverki í sauðfjárskýrsluhaldi. Bókin er handhæg og nýtist vel til skráningar á upplýsingum á vettvangi. Sauðfjárbókin kostar kr. 900 m. vsk. auk sendingarkostnaðar og hægt er að senda pantanir til jl@bondi.is eða hringja í síma 563-0300.