Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Ný tækni lætur vita um sársauka kúa

18.02.2017

Tækninni fleygir fram og er nú svo komið að hægt er að fá hugbúnað sem vakir yfir fjósinu og lætur vita ef skepnur eru veikar eða haga sér öðruvísi en þær gera venjulega. Nú er einnig kominn fram búnaður sem fylgist með gripunum á beit svo nú er í raun hægt að nota tölvukerfi til þess að vakta hjörðina allan sólarhringinn, allt árið um kring.

Það nýjasta í þessari vöktunartækni er sænskur hugbúnaður sem byggir á þekkingu innan myndgreiningar á samfélagsmiðlunum. Þessi nýji búnaður er tengur við eftirlitsmyndavélar sem staðsettar eru víða í fjósinu og með framangreindum myndgreiningarbúnaði eru svipbrigði í andliti kúa tengd við þekkt viðbrögð við sársauka og reiknar tölvukerfið því út hvort kýr sé að upplifa sársauka eða ekki. Kerfið sendir svo skilaboð í síma bóndans og lætur vita ef grunur kemur upp um að kýr sé kvalin með einum eða öðrum hætti. Það er vísindafólk við sænska landbúnaðarháskólann SLU sem vinnur að þessu framtíðarverkefni/SS.