Beint í efni

Ný stjórn SAM

12.03.2010

Á aðalfundi Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði sem haldinn var á dögunum var kosin ný stjórn samtakanna. Hana skipa eftirtaldir aðilar: Rögnvaldur Ólafsson, bóndi í Flugumýrarhvammi og stjórnarmaður í KS svf., formaður. Erlingur Teitsson, bóndi á Brún og stjórnarmaður í Auðhumlu svf., varaformaður. Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri Sölu- og markaðssviðs MS, ritari. Egill Sigurðsson, bóndi á Berustöðum og stjórnarformaður Auðhumlu, meðstjórnandi. Einar Sigurðsson, forstjóri MS/Auðhumlu, meðstjórnandi. Sigurður Loftsson, bóndi í Steinsholti og formaður LK, meðstjórnandi. Pálmi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Framleiðslusviðs MS, meðstjórnandi.

Starfsmenn á skrifstofu SAM eru Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri og Bjarni Ragnar Brynjólfsson, skrifstofustjóri.

 

Rannsóknastofa Bitruhálsi 1 í Reykjavík:   Guðmundur Jónsson, Þráinn Gústafsson og Dóra S. Bjarnadóttir.

 

Rannsóknastofa Austurvegi 65 á Selfossi: Aðalsteinn Geirsson og Charlotte S. Nielsen.

 

Starfsmenn framleiðendaþjónustu SAM: Kristján Gunnarsson, Gunnar Kjartansson og Hans Egilsson.