
Ný stjórn og Sindri Sigurgeirsson endurkjörinn formaður BÍ
01.03.2016
Sindri Sigurgeirsson var endurkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands til tveggja ára á Búnaðarþingi í dag. Þá var einnig kosið í stjórn og varastjórn samtakanna. Nú er í fyrsta sinn fimm manna stjórn en áður var hún skipuð sjö stjórnarmönnum.
Í formannskjörinu hlaut Sindri 40 atkvæði, Eiríkur Blöndal 3 atkvæði og 3 seðlar voru auðir. Kosningarétt hafa 49 búnaðarþingsfulltrúar.
Auk Sindra formanns voru Gunnar K. Eiríksson í Túnsbergi, Eiríkur Blöndal frá Jaðri, Einar Ófeigur Björnsson í Lóni II og Guðný Helga Björnsdóttir á Bessastöðum kosin í stjórn. Í varastjórn voru kosin Guðrún Lárusdóttir í Keldudal, Oddný Steina Valsdóttir frá Butru, Jón Magnús Jónsson á Reykjum, Hrafnhildur Baldursdóttir frá Litla-Ármóti og Guðmundur Davíðsson í Miðdal.
Þórhallur Bjarnason, Fanney Lárusdóttir, Guðrún Stefánsdóttir og Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir, sem öll sátu í síðustu stjórn Bændasamtakanna, gáfu ekki kost á sér. Formaður þakkaði þeim fyrir vel unnin störf á síðustu árum í þágu bænda og íslensks landbúnaðar.
Í formannskjörinu hlaut Sindri 40 atkvæði, Eiríkur Blöndal 3 atkvæði og 3 seðlar voru auðir. Kosningarétt hafa 49 búnaðarþingsfulltrúar.
Auk Sindra formanns voru Gunnar K. Eiríksson í Túnsbergi, Eiríkur Blöndal frá Jaðri, Einar Ófeigur Björnsson í Lóni II og Guðný Helga Björnsdóttir á Bessastöðum kosin í stjórn. Í varastjórn voru kosin Guðrún Lárusdóttir í Keldudal, Oddný Steina Valsdóttir frá Butru, Jón Magnús Jónsson á Reykjum, Hrafnhildur Baldursdóttir frá Litla-Ármóti og Guðmundur Davíðsson í Miðdal.
Þórhallur Bjarnason, Fanney Lárusdóttir, Guðrún Stefánsdóttir og Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir, sem öll sátu í síðustu stjórn Bændasamtakanna, gáfu ekki kost á sér. Formaður þakkaði þeim fyrir vel unnin störf á síðustu árum í þágu bænda og íslensks landbúnaðar.