Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Ný stjórn og Sindri Sigurgeirsson endurkjörinn formaður BÍ

01.03.2016

Sindri Sigurgeirsson var endurkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands til tveggja ára á Búnaðarþingi í dag. Þá var einnig kosið í stjórn og varastjórn samtakanna. Nú er í fyrsta sinn fimm manna stjórn en áður var hún skipuð sjö stjórnarmönnum.

Í formannskjörinu hlaut Sindri 40 atkvæði, Eiríkur Blöndal 3 atkvæði og 3 seðlar voru auðir. Kosningarétt hafa 49 búnaðarþingsfulltrúar.

Auk Sindra formanns voru Gunnar K. Eiríksson í Túnsbergi, Eiríkur Blöndal frá Jaðri, Einar Ófeigur Björnsson í Lóni II og Guðný Helga Björnsdóttir á Bessastöðum kosin í stjórn. Í varastjórn voru kosin Guðrún Lárusdóttir í Keldudal, Oddný Steina Valsdóttir frá Butru, Jón Magnús Jónsson á Reykjum, Hrafnhildur Baldursdóttir frá Litla-Ármóti og Guðmundur Davíðsson í Miðdal.

Þórhallur Bjarnason, Fanney Lárusdóttir, Guðrún Stefánsdóttir og Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir, sem öll sátu í síðustu stjórn Bændasamtakanna, gáfu ekki kost á sér. Formaður þakkaði þeim fyrir vel unnin störf á síðustu árum í þágu bænda og íslensks landbúnaðar.