Beint í efni

Nýr formaður og stjórn Nautgripabænda kjörin á Búgreinaþingi

23.02.2023

Á Búgreinaþingi Nautgripabænda sem lauk fyrr í dag var nýr formaður, stjórn og varastjórn kosin til eins árs.

Nýr formaður Nautgripabænda er Rafn Bergsson, bóndi í Hólmahjáleigu.

Í stjórn voru kosin (í stafrófsröð):
Bessi Freyr Vésteinsson, Hofsstaðaseli
Guðrún Eik Skúladóttir, Tannstaðabakka
Reynir Þór Jónsson, Hurðarbaki
Sigurbjörg Ottesen, Hjarðarfelli 

Varamenn:
1. Varamaður: Sigrún Hanna Sigurðardóttir, Lyngbrekku 
2. Varamaður: Magnús Örn Sigurjónsson, Eystri Pétursey
3. Varamaður: Atli Már Traustason, Syðri-Hofdölum

Óskum við þeim öllum kærlega til hamingju með kjörið og óskum þeim velfarnaðar í sínum störfum.

Jafnframt þökkum við fráfarandi formanni, Herdísi Mögnu Gunnarsdóttir og Vöku Sigurðardóttur, fráfarandi meðstjórnanda kærlega fyrir sitt óeigingjarna starf í gegnum árin.