Ný stjórn Landssamtaka sláturleyfishafa
26.04.2004
Á aðalfundi Landssamtaka sláturleyfishafa (LS) sem haldinn var þann 15. apríl síðastliðinn var kjörin ný stjórn.
Landssamtök sláturleyfishafa koma fram fyrir hönd sláturleyfishafa við framkvæmd laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nú lög nr. 99/1993 með síðari breytingum, og annara laga sem fjalla um málefni sláturleyfishafa og hagsmuni þeirra.
Stjórnina skipa nú:
Sigurður Jóhannesson, formaður, Sölufélagi A-Húnvetninga,
Steinþór Skúlason, varaformaður, Sláturfélagi Suðurlands,
Hjalti Hjaltason, ritari, Sláturfélagi Suðurlands,
Þórður Pálsson, Sláturfélagi Vopnfirðinga,
Valgerður Kristjánsdóttir, Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga,
Ágúst Andrésson, Kaupfélagi Skagfirðinga,
Sigmundur Ófeigsson, Norðlenska ehf.
Hver stjórnarmaður á sér varamann og var samþykkt óbreytt fyrirkomulag að þeir mættu sitja stjórnarfundi með málfrelsi og tillögurétt.
Starfsmaður LS er Guðrún Sigríður Sigurjónsdóttir.
Samtökin hafa aðsetur í Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík, sími 563-0300, netfang:landslatur@bondi.is