Ný stjórn Landssambands kúabænda
01.04.2016
Kosningum til stjórnar LK er nú lokið. Kosningu hlutu eftirtaldir aðildar:
Elín Heiða Valsdóttir, kúabóndi í Úthlíð í Skaftártungu með 28 atkvæði.
Samúel Unnsteinn Eyjólfsson, kúabóndi í Bryðjuholti í Hrunamannahreppi með 27 atkvæði.
Bessi Freyr Vésteinsson, holdanautabóndi í Hofsstaðaseli í Skagafirði með 23 atkvæði.
Pétur Diðriksson, kúabóndi á Helgavatni í Þverárhlíð með 19 atkvæði.
Arnar Árnason á Hranastöðu var fyrr í dag kjörinn formaður stjórnar. Kosið verður í embætti innan stjórnar á fyrsta fundi hennar á nýju starfsári.
Aðrir fengu færri atkvæði.
Eftirtalin voru kjörin varamenn í stjórn:
Bóel Anna Þórisdóttir, bóndi á Móeiðarhvoli í Rangárþingi Eystra með 23 atkvæði.
Davíð Logi Jónsson, kúabóndi á Egg í Hegranesi með 16 atkvæði.
Aðrir fengu færri atkvæði.
Kjörbréfa- og uppstillingarnefnd gerði tillögu um að skoðunarmenn reikninga verði Borghildur Kristinsdóttir, kúabóndi í Skarði í Landssveit og Aðalsteinn Hallgrímsson kúabóndi í Garði í Eyjafjarðarsveit og voru þau kjörin með lófaklappi. Nefndin gerði tillögu um Valdimar Sigmarsson í Sólheimum í Skagafirði og var sú tillaga sömuleiðis samþykkt með lófaklappi./BHB
![]() |
Stjórn Landssambands kúabænda starfsárið 2016-2017. F.v. Pétur Diðriksson, Arnar Árnason, Samúel U. Eyjólfsson, Elín Heiða Valsdóttir og Bessi Freyr Vésteinsson. Mynd: Tjörvi Bjarnason/Bbl. |