Beint í efni

Ný sláturhús í Dubai

12.10.2015

Það tengja nú fáir kúabúskap við smáríkið Dubai, sem er eitt af sjö ríkjum innan hinna Sameinuðu Arabísku Furstadæma, en tilfellið er að þar er þónokkuð um nautgriparækt. Þessum nautgripum þarf auðvitað að slátra eins og öðrum en hingað til hefur slík aðstaða vart verið til staðar og slátrun farið fram við misgóðar astæður.

 

Aukin áhersla á hreinlæti og vottun afurða hefur því leitt til þess að innflutningur á nautakjöti hefur verið mikill en nú hafa heimamenn snúið vörn í sókn og hafa tryggt fjármagn til byggingar á tveimur stórum sláturhúsum í héruðunum Al Quoz og Mergham. Sláturhús þessi eiga að vera tilbúin árið 2017 og nemur kostnaðurinn við þau um 2 milljörðum króna. Eins og vænta má í Dubai eru ekki farnar hefðbundnar leiðir og því verða sláturhúsin knúin sólarrafhlöðum og því sögð afar umhverfisvæn. Bæði húsin verða 1.800 fermetrar að stærð auk þess að vera með 300 fermetra móttökuaðstöðu fyrir nautgripi/SS.