Beint í efni

Ný skýrsla um stöðu og horfur svínaræktarinnar

10.02.2012

Svínaræktarfélag Íslands kynnti á dögunum nýja skýrslu frá Hagfræðistofnun HÍ um stöðu og horfur svínaræktarinnar hér á landi. Í skýrslunni kemur m.a. fram að aðild Íslands að Evrópusambandinu myndi hafa í för með sér umtalsverðan samdrátt í tekjum svínabænda. Gera má ráð fyrir að verð til bænda lækki um 39 % ef af aðild yrði. Þá má sömuleiðis gera ráð fyrir að hagnaður í svínarækt minnki um á bilinu 9 til 41% miðað við núverandi tekjur, þó að búið sé að gera ráð fyrir styrkjum og/eða mótvægisaðgerðum af svipuðu tagi og fengust við aðild Finna að ESB árið 1995.

Skýrsla - Staða og horfur svínaræktarinnar - Ísland og ESB