Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Ný skýrsla um eflingu alifuglaræktar

18.04.2011

Starfshópur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis um eflingu alifuglaræktar á Íslandi skilaði skýrslu um störf sín á dögunum. Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu segir að þar komi meðal annars fram þau viðhorf að alifuglarækt eigi að reka á sömu forsendum og aðrar búgreinar í landinu, með tilliti til fæðuöryggis, umhverfissjónarmiða, hollustu afurða og þeirra samfélagsáhrifa sem búgreinin hefur. Framleiðsla kjúklinga og eggja eru snar þáttur í fæðu Íslendinga, skapar umtalsverða atvinnu og virðisauka í landinu ásamt því að auka öryggi á markaði fyrir neytendur.

Nefndin vekur athygli á að íslenskir framleiðendur í greininni eru mjög fáir, flestir staðsettir við höfuðborgarsvæðið og þeim hefur fækkað mikið á undanförnum áratugum. Það er álit nefndarinnar að þessi staða skapi fleiri vandamál vegna sjúkdóma og nýtingar á úrgangi en væri ef búin væru fleiri og dreifðari landið.

Þrátt fyrir þetta er staða í sjúkdómavörnum góð á Íslandi enda reglurnar strangari en í öðrum löndum Evrópu.

Þá bendir nefndin á að nær öll framleiðsla kjúklinga og eggja byggir á innfluttu fóðri og að það sé tæpast í samræmi við kröfur um matvælaöryggi. Nefndin telur að mögulegt sé að nota innlent fóður í meira mæli en nú er og þannig hægt að spara gjaldeyri og gera greinina minna háða innflutningi.

Loks gerir nefndin tillögu um endurskoðun á reglugerð um aðbúnað og sjúkdómavarnir í alifuglarækt sem og nauðsyn á leiðbeiningaþjónustu í greininni.

Skýrsla um eflingu alifuglaræktar á Íslandi

alifuglahópur 2011

Starfshópurinn ásamt Jóni Bjarnasyni ráðherra. Frá vinstri: Níels Árni Lund skrifstofustjóri í ráðuneytinu, Jóhannes Sveinbjörnsson dósent hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Þorsteinn Sigmundsson, formaður Félags eggjaframleiðenda, Jón Bjarnason ráðherra, Björn Halldórsson bóndi á Akri í Vopnafirði sem var formaður hópsins, Skúli Einarsson formaður Félags kjúklingabænda, Brigitte Brugge, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir aðstoðarmaður ráðherra.  Ljósm.: S&L