Beint í efni

Ný prentmiðlakönnun Capacent: 31% landsmanna les Bændablaðið

24.01.2013

Bændablaðið, sem gefið er út af Bændasamtökum Íslands, tók í fyrsta skipti þátt í stóru prentmiðlakönnun Capacent á síðasta ársfjórðungi. Helstu niðurstöður eru þær að Bændablaðið er með 31% meðallestur yfir landið allt, algjöra yfirburði á landsbyggðinni með 51% lestur og tæp 20% á höfuðborgarsvæðinu. Úrtakið er Íslendingar á aldrinum 12-80 ára af landinu öllu.

Karlar eru líklegri en konur til að lesa málgagn bænda, en samkvæmt mælingum Capacent lesa 36,6% íslenskra karlmanna Bændablaðið. Rúmur fjórðungur kvenna, eða 25,5%, segist lesa blaðið. Ef einungis er horft til landsbyggðarinnar eru tölurnar hærri – 57% karla og 44% kvenna lesa Bændablaðið að staðaldri.

Allir lesa Bændablaðið!
Þegar horft er til aldurssamsetningar lesendahóps Bændablaðsins kemur í ljós að 48% landsmanna 60 ára og eldri lesa blaðið, 45% á milli 50-59 ára, 33% milli 40-49 ára og 27,5% á aldrinum 30-39 ára. Athygli vekur að 11,2% barna og ungmenna á aldrinum 12-19 ára lesa Bændablaðið.

Skoða pdf - mynd