Beint í efni

Ný orlofsíbúð fyrir bændur

22.03.2016

Bændasamtök Íslands bjóða félagsmönnum sínum að nýta sér orlofsíbúð gegn vægu gjaldi.

Íbúðin er í fjölbýlishúsi í Þorrasölum 13-15 í Kópavogi og rúmar auðveldlega fjóra gesti. Í henni eru tvö svefnherbergi, rúmgóð stofa sem er sambyggð eldhúsi, bað- og þvottaherbergi og stórar svalir. Í Þorrasölum eru ný húsgögn og heimilistæki. Stutt er í alla þjónustu, m.a. sundlaug og fjölbreyttar verslanir.

Leigutími getur verið frá einum sólarhring og upp í viku (hugsanlega lengur við sérstakar aðstæður). Skiptidagar eru alla daga nema laugardaga og sunnudaga.

Leigutökum er bent á að hafa samband við Halldóru Ólafsdóttur hjá Bændasamtökum Íslands í síma 563-0300 eða í netfangið ho@bondi.is.

Myndir og nánari upplýsingar er að finna hér.