
Ný Nautastöð á Hesti verður vígð 10. febrúar
29.01.2009
Nú eru iðnaðarmenn að leggja lokahönd á nýja Nautastöð Bændasamtakanna á Hesti í Borgarfirði. Formleg opnun verður þriðjudaginn 10. febrúar og er öllum bændum landsins og öðru áhugafólki um nautgriparækt boðið að berja húsið augum. Auk hefðbundinnar vígsluathafnar verður boðið upp á fyrirlestra um nautgriparækt, tónlistaratriði og veitingar. Nautin verða flutt frá gömlu Nautastöðinni á Hvanneyri eftir nokkrar vikur og kálfar frá Þorleifskoti á sama tíma.
Húsið opnar kl. 13.00 en opnunardagskráin hefst kl. 14:00. Húsið verður opið til kl. 17:00.
Stuttir fyrirlestrar í boði verða m.a. þessir:
- Ræktunarstarfið og nýja skýrsluhaldið HUPPA.
- Kynbætur borga sig
- Herör gegn heimanautum - Hagur þess að nota sæðingar umfram heimanaut
- Nýja fóðurmatskerfið NorFór
- Góður aðbúnaður nautgripa, ungkálfaeldi og uppeldi
- Lífssýnabanki íslenskra nautgripa
- Heilbrigði íslenskra nautgripa