Ný Nautaskrá komin út
11.07.2012
Þessa dagana er sumarhefti Nautaskrárinnar að berast til kúabænda. Fagráð í nautgriparækt tók í vor ákvörðun um að auka tíðni útgáfunnar, sem lið í að auka áhuga kúabænda á ræktunarstarfinu eins og hvatt var til í ályktun aðalfundar LK. Alls eru 22 naut í skránni, úr árgöngunum 2003-6. Nautsfeður um þessar mundir eru Vindill 05028 frá Ytri-Tjörnum í Eyjafjarðarsveit, Frami 05034 frá Skúfsstöðum í Hjaltadal, Birtingur 05043 frá Birtingaholti IV í Hrunamannahreppi, Koli 06003 frá Sólheimum í Hrunamannahreppi, Baldi 06010 frá Baldursheimi í Hörgársveit og Kambur 06022 frá Skollagróf í Hrunamannahreppi./BHB