Ný Nautaskrá komin út
24.02.2012
Ný Nautaskrá Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands hefur nú litið dagsins ljós. Má nálgast hana með því að smella á hlekkinn hér neðst í pistlinum. Í leiðara segir m.a. „Að þessu sinni er skráin
með nokkuð breyttu sniði frá fyrri árum, bæði hvað varðar innihald og uppsetningu. Auk upplýsinga um helstu kynbótaeinkunnir nautanna hefur stuttri umsögn um dætrahópa
nautsins verið bætt inn og litalýsing sett fram á nýjan hátt. Nú hafa einnig verið settar inn upplýsingar um mæður nautanna þar sem stuttlega er farið yfir æviferil þeirra. Birtar eru niðurstöður kúaskoðunar fyrir júgur og spenaeiginleika, mjaltir og skap auk þess sem uppfærð kynbótaeinkunn fyrir afurðir og heildareinkunn nautsmóðurinnar kemur fram. Þá er að venju
birt skrá um yngri naut sem bíða afkvæmadóms. Áfram
verður að sjálfsögðu afgreitt sæði úr Galloway, Aberdeen Angus
og Limousin. Glöggir lesendur taka eflaust eftir að kynbótaeinkunnir nauta hafa almennt lækkað frá síðustu skrá. Það er vegna þess að grunnerfðahópurinn var færður fram um 5 ár síðastliðið vor. Gróft áætlað gæti það samsvarað lækkun um 5 stig að jafnaði í kynbótaeinkunn“ (erfðaframfarir eru því um 1 stig á ári)./BHB