Beint í efni

Ný mjólkurreglugerð tekur gildi 1. júlí

19.06.2006

Eitt af síðustu verkum fráfarandi umhverfisráðherra, Sigríðar Önnu Þórðardóttur, var að skrifa undir breytingar á mjólkurreglugerð. Breytingarnar taka gildi þann 1. júlí n.k.  Jón K. Baldursson, starfsmaður Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði hefur tekið saman greinargerð um breyttar gæðakröfur, þær má sjá með því að smella hér. Þá eru einnig nýjar reglur um verðfellingar sem má sjá hér.

Reglugerð þessi leit dagsins ljós fyrir nýliðna helgi. Starfsmenn umhverfisráðuneytisins hafa þó verið meðvitaðir um málið síðan fyrir jól. Tími sem vinnst til að kynna málið er nær enginn og ber þar að auki upp á þann tíma sem er hvað annasamastur hjá kúabændum. Ljóst er að starfsmenn stjórnsýslunnar þurfa að temja sér agaðri vinnubrögð en þetta.