Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Ný leiðbeiningaþjónusta bænda auglýsir eftir stjórnendum

28.11.2012

Undirbúningur að stofnun nýs fyrirtækis á landsvísu um ráðgjafarþjónustu fyrir bændur er nú í fullum gangi. Nú hafa stöður framkvæmdastjóra og lykilstjórnenda verið auglýstar. Framkvæmdastjórastarfið verður auglýst í dagblöðum en aðrar stöður innan þeirra starfsstöðva sem mynda nýtt ráðgjafarfyrirtæki. Nýja félagið tekur formlega til starfa um næstu áramót en meðal fyrstu verka nýrra stjórnenda verður að byggja upp öflug fagteymi sem starfa um allt land.

Störf framkvæmdastjóra, þriggja fagstjóra, starfsmanna- og fjármálastjóra og staða verkefnisstjóra þróunar og samskipta eru auglýst hér á bondi.is. Hér er hægt að nálgast lýsingar á störfunum. Umsækjendur eru beðnir um að senda umsóknir rafrænt í gegnum vefsíðuna með því að fylla út umsóknareyðublað og senda önnur fylgigögn þar í gegn.

Einnig er búið að setja upp upplýsingasíðu á bondi.is þar sem hægt er að nálgast efni sem tengist sameiningarferlinu.

Upplýsingasíða um nýja leiðbeiningaþjónustu bænda

Starfsauglýsingar og umsóknareyðublöð