Beint í efni

Ný heimasíða naut.is opnar fyrir helgi

07.12.2016

Í lok þessarar viku mun ný heimasíða naut.is líta dagsins ljós. Allar þær upplýsingar sem var að finna á eldri síðu eru einnig aðgengilegar á þeirri nýju. Nýja síðan er hönnuð með það að leiðarljósi að endurspegla greinina í réttu ljósi, upplýsingar séu aðgengilegri og notendur síðunnar fái sem mest út úr heimsókn sinni þangað. Síðan verður myndrænni og líflegri og við hafa bæst nokkuð af grunnupplýsingum um búgreinina.

 

Notendur munu verða varir við nokkrar breytingar en þær helstu eru eftirfarandi:

  • Helstu mál líðandi stundar birtast efst á forsíðu.
  • Skoðanakönnun og smáauglýsingar falla út. Í þeim tilvikum sem LK mun gera skoðanakönnun verður það gert í formi fréttar og sagt frá á samfélagsmiðlum.
  • Gagnlegar upplýsingar, sem áður var að finna í dálknum vinstra megin á síðunni, hafa verið færðar efst á síðuna. Þar má nálgast öll þau gögn sem voru að finna á fyrri síðu.
  • Aðrir tenglar sem ekki eru efst á síðu má finna á rauðu svæði neðst á síðunni.
  • Upplýsingar fyrir fjölmiðla er nýtt svæði þar sem verður að finna myndefni og almennar upplýsingar um nautgriparækt, ásamt tengiliðaupplýsingum við talsmenn samtakanna.
  • Uppskriftir, sem áður var að finna á vef okkar kjöt.is, hafa verið færðar á síðu naut.is. Þar munu uppskriftir birtast af handahófi og tökum við fagnandi á móti nýjum uppskriftum.
  • Þau svæði sem hafa fengið mesta umferð á gamla vefnum er gert hærra undir höfði á þeirri nýju. Leiðari og fundargerðir verða meira áberandi, ásamt því að sérstakt svæði er útbúið fyrir markaðsupplýsingar, gagnlegar upplýsingar og fyrirmyndarbú.
  • Tenglar á samfélagsmiðlasíður LK er nú að finna neðst á forsíðunni.
  • Landssamband kúabænda er komið með talsmann á samfélagsmiðlinum Twitter, undir Íslenska kýrin eða @isl_kyr.

Ef einhverjar spurningar eða athugasemdir vakna við notkun nýrrar síðu þá má senda póst á margret@naut.is.