Beint í efni

Ný Handbók bænda

19.08.2011

Handbók bænda er nú komin út í fimmtugasta og níunda sinn. Í bókinni kennir ýmissa grasa en auk hefðbundins efnis sem uppfært er á milli útgáfa er að finna mikið af nýju efni. Þar má m.a. nefna gæðakröfur fyrir bygg, upplýsingar um repjurækt, áburðarefni í mykju, upplýsingar um villta matsveppi í náttúrunni og leiðbeiningar um meðferð íslenska fánans ásamt fleiru.

Umbrot Handbókar bænda 2010-2011 var á hendi ritstjóra og Sigurðar Más Harðarsonar. Ingvi Magnússon og Helga Tómasdóttir hjá Prentsniði bjuggu til prentunar en Oddi sá um prentverk. Tjörvi Bjarnason sá um auglýsingar og Hörður Kristbjörnsson hannaði útlit og forsíðu. Hildur Arna Gunnarsdóttir og Björk Þorleifsdóttir, Jóhanna Lúðvíksdóttir, Sigurður Már Harðarson og Freyr Rögnvaldsson komu einnig að vinnslu bókarinnar. Ljósmyndir tóku Odd Stefán, Hörður Kristjánsson, Áskell Þórisson, Sigurður Már Harðarson og Tjörvi Bjarnason.

Hægt er að gerast áskrifandi að Handbók bænda með því að hafa samband við BÍ í síma 563-3000 eða senda tölvupóst á tb@bondi.is. Bókin kostar aðeins 3.400 krónur án sendingarkostnaðar en áskrifendur fá hann felldan niður.