Beint í efni

Ný fóðurblanda hefur jákvæð áhrif!

04.04.2014

Verulegur munur í fituinnihaldi mjólkur samkvæmt fyrstu niðurstöðum.

 

Fóðurblandan hefur sett á markað fóður sem ætlað er að auka fituinnihald mjólkur. Þeir bændur sem hafa prófað nýja fóðrið hafa séð fljótt jákvæð áhrif á bæði magn og hlutfall fitu í mjólkinni, sem kemur sér vel á þessum tímum þegar þörf er á aukningu á framleiðslu mjólkur og mjólkurfitu.

 

Erlendur Jóhannsson fóðurfræðingur Fóðurblöndunnar hefur í samráði við sérfræðinga hjá fóðurfyrirtækinu DSM sett saman uppskrift sem ætlað er að hækka fituinnihald mjólkur. Nýju fóðurtegundirnar sem bera heitin  Feitur Róbót 16 og Feitur Róbót 20 fóru til fyrstu viðskiptavina fyrirtækisins um miðjan mars.

 

 

Í þessum fóðurblöndum eru til að mynda hátt hlutfall sykurrófuköggla og íslenskir kalkþörungar. Þá inniheldur fóðrið einnig mikið af bætiefnum og orkumikilli þurrfitu sem eykur fitumagnið í mjólkinni. „Þetta er í fyrsta sinn sem þessum tegundum er blandað saman í fóðurgerð hér á landi“, segir Erlendur. Erlendur segir jafnframt, „Við notum íslenska kalkþörunga til þess að stuðla að jafnvægi í vömbinni og koma í veg fyrir að hún súrni of mikið, en það er eitt af því sem virðist hafa jákvæð áhrif á fituprósentu mjólkuinnar.“

Fyrstu niðurstöður segja okkur að það er verulegur munur á fituinnihaldi mjólkurinnar. Þær mjólkurkýr sem hafa fengið nýja fóðrið virðast vera að skila hærri fituprósentu. Þá hafa bú verið að prófa fóðrið á hluta kúnna og þar sjást einnig jákvæðar breytingar,“ segir Erlendur sem segist vera afar ánægður með þessar niðurstöður og þakkar góðar móttökur sem fóðrið er að fá. Þá hafa bændur hringt mikið og spurt og mikill áhugi virðist vera á vörunni.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Erlendur Jóhannsson

Fóðurfræðingur Fóðurblöndunnar

570-9807

erlendur@fodur.is

 

Fréttatilkynning frá Fóðurblöndunni hf.